2014.jpg

Gulleggið 2014 - Hönnuður Elín Bríta

Elín Bríta er fædd árið 1987 og er búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Vorið 2013 útskrifaðist hún með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi hönnuður.

Gulleggið 2014 er samsett úr 17 sexhyrndum einingum sem voru vatnsskornar í CNC tölvufræsara. Verðlaunagripurinn er unninn úr íslensku líparíti, en það þekur um 2% af yfirborði landsins.

 
2013.jpg

Gulleggið 2013 - Hönnuður Steinar Þorri

Steinar Þorri er hafnfirðingur fæddur árið 1989. Hann útskrifaðist 2014 með BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og stefnir á áframhaldandi nám erlendis.

Eggið sem tákn er mjög viðeigandi verðlaunagripur frumkvöðlakeppna sem hvetja til nýsköpunar á hverju ári. Frjósamur hugsunarháttur gefur af sér nýjungar. Gulleggið árið 2013 vísar í mátt hugans og getu til að mynda ótrúlegustu tengingar svo úr verði hugvit. Verðlaunagripurinn er vafinn úr u.þ.b. 50 metrum af vír, þar af um 10 metrar af gylltum vír.

 
2012.jpg

Gulleggið 2012 - Guðný Pálsdóttir

Guðný er fædd árið 1986 og býr í Hlíðunum. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2013 og vinnur í ILVA. Stefnan er tekin á áframhaldandi nám seinna meir innan tölvuleikja- eða kvikmyndaiðnaðarins. 

Verðlaunagripur ársins 2012 er úr hlyn, málaður að ofan með gullmálningu og situr á glærum plexi-bakka. Hugmyndin að baki útliti griparins var að taka mjúka og nátturulega form eggsins og gera það grófara og manngert. Einfalt form er orðið flókið en margslungið og spennandi.