Um Gulleggið 

gulleggmynd.jpg

Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Tímalína 2017 

Tímalína-Gulleggið-haust2017-isl-1.jpg

Í Gullegginu eru haldnar vinnusmiðjur þar sem farið er yfir lykilþætti í stofnun fyrirtækja og uppbyggingu viðskiptahugmynda. Vinnusmiðjurnar eru skipulagðar í samstarfi við bakhjarla keppninnar þar sem fulltrúar frá þeim ásamt utanaðkomandi aðilum flytja erindi og aðstoða þátttakendur við gerð viðskiptaáætlana.
Send eru út skráningarform þar sem þátttakendur geta skráð sig á vinnusmiðjurnar.

Verkefnastjórn Gulleggsins

Edda Konráðsdóttir Verkefnastjóri Gulleggsins

Edda Konráðsdóttir
Verkefnastjóri Gulleggsins

Bakhjarlar

Gulleggið hefur frá upphafi notið stuðnings nokkurra öflugustu fyrirtækja og stofnana landsins. Ásamt því að leggja keppninni til fjármagn koma samstarfsaðilar með mikilvæga þekkingu og reynslu að borðinu. Við erum stolt af því að vera í samstarfi við þessa glæsilegu aðila en þeir eru eftirfarandi:

 

KPMG International er net sérfræðifyrirtækja sem hafa það að markmiði að breyta skilningi á upplýsingum, atvinnugreinum og þróun á sviði viðskipta í verðmæti.  Aðildarfélög KPMG veita endurskoðunarþjónustu,
skattaþjónustu , fjármála- og rekstrarráðgjöf í 156 löndum. 

 

 

Marel á Íslandi er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti g kjúklingi.

Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins með víðtækasta útibúanetið. Landsbankinn veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum. Landsbankinn leggur Gullegginu til allt verðlaunafé keppninnar.

 

Nova er þjónustufyrirtæki á sviði samskipta sem opnar fólki nýjar dyr að stærsta skemmtistað í heimi, internetinu í
farsímann. Nova gerir viðskiptavinum
sínum mögulegt að nýta tímann betur,
á skilvirkari og skemmtilegri hátt.

 

Hjá ADVEL Lögmönnum er lögð áhersla á þekkingu og símenntun starfsfólks, en í krafti víðtækrar þekkingar og markvissar sérhæfingar veitum við viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu og ráðgjöf. Lögmenn ADVEL hafa einkum einbeitt sér að lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, banka og  opinberra aðila með góðum árangri.

 

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er stærsta álver landsins, en starfsleyfi fyrirtækisins hljóðar uppá 360.000 tonna ársframleiðslu. Helstu framleiðsluvörur álversins eru álhleifar, álbarrar, melmisstangir og álvírar.

 
 

Samstarfaðilar

 

Háskólinn í Reykjavík býður nemendum framúrskarandi menntun sem skilar víðtækri þekkingu á fagsviði, djúpum skilningi á einstökum þáttum, hugtökum og kenningum, leikni í að beita aðferðum fagsviðs og hæfni til að nýta þekkingu í námi og starfi.

hi_logo_positiv_is_horiz.jpg

Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og hefur jafnframt ríkum skyldum að gegna við íslenskt samfélag, menningu og tungu. Í háskólanum eru um 14.000 nemendur í grunn- og framhaldsnámi, þar af eru um 1.100 erlendir nemar.

lhi_merki_2012_big_print_0.jpg

Listaháskóli Íslands er miðstöð æðri listmenntunar á Íslandi. Skólinn tekur virkan þátt í þjóðlífinu og tengir um leið íslenskan menningargrunn alþjóðlegu umhverfi lista og menningar með fjölbreyttum nemendahópi og samstarfi við erlenda listaháskóla.

Háskólinn á Bifröst kappkostar að þjálfa nemendur til sérhæfðra starfa og fræðilegrar greiningar með tilfinningu fyrir flóknu samspili atvinnu, þróunar, rannsókna og samfélags. Þau hugmyndafræðilegu og siðferðilegu grunngildi sem endurspegla allt starf innan skólans styðja við þetta meginmarkmið.

Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunar-fyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útflutnings. Sjóðurinn hefur það markmið að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði þannig að þau skili ekki aðeins góðri ávöxtun til fjárfesta heldur leggi einnig sitt af mörkum til þess að bæta það samfélag sem þau búa í.

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjár-festinga fyrirtæki sem leggur áherslu á fjárfestingar í iðnaðar-fyrirtækjum sem hafa burði til að verða leiðandi á alþjóðamarkaði. Eyrir Invest leggur sérstaka áherslu á að aðlaga framkvæmd að langtímaáætlunum. 

NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi. Það veitir viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex heimsálfum og er með yfir 3.500 skráð félög. Hugtakið NASDAQ OMX Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu NASDAQ OMX kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, á Íslandi, í Tallinn, Riga og Vilníus.

Markmið Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnis-stöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Beringer Finance leiðir saman tæknilausnir og alþjóðlega fjárfesta með faglegri ráðgjöf um undirbúning og framsetningu byggða á reynslu og þekkingu. Vaxandi tengslanet Beringer Finance nær nú frá Norðurlöndum, um Evrópu og til Silicon Valley - og stækkar stöðugt.

Thule Investments annast rekstur og umsýslu fag-fjárfestasjóðanna Brú Venture Capital og Brú II Venture Capital Fund S.C.A. SICAR. Fjárfest er í fyrirtækjum sem hafa þróað vöru eða þjónustu sem er tilbúin til markaðsetningar og hafa möguleika á að nýta fjármuni til þess að vaxa hratt.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum þar sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af starfseminni og góðrar ávöxtunar.

SA Framtak sérhæfir sig í framtaks-fjárfestingum og rekur Brunn vaxtarsjóð.  Sjóðurinn, sem er 4 milljarðar kr. að stærð, fjárfestir í íslenskum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum sem þróa og selja vöru og þjónustu á erlenda markaði. 

Tækniþróunarsjóður.jpeg

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðnum er heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs.

Litróf er umhverfisvottuð prentsmiðja með áratuga reynslu af stórum og smáum prentverkum. Fyrirtækið leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu með áherslu á gæði, hraða og öryggi.

Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Byggt er á markvissri stefnumótunarvinnu níu starfsgreinahópa og á þriðja tug félaga.

 

10 ára samantekt Gulleggsins

Gulleggið fagnaði 10 ára afmæli í vor, 2017. 

Í tilefni afmælisins fórum við yfir sögu Gulleggsins og tókum saman tölfræðilegar upplýsingar um árangur þeirra fyrirtækja sem hafa tekið þátt. Haft var samband við þau 90 fyrirtæki sem hafnað hafa í topp 10 sætunum frá upphafi og upplýsingum safnað saman um stöðu þeirra í dag. Þessar upplýsingar voru genfar út í 10 ára afmælisriti Gulleggsins sem má finna hér að neðan.

 

Verðlaunagripir

Þátttakendur Gulleggsins eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna, en sigurvegari keppninnar hlýtur Gulleggið sjálft og 1.000.000 krónur í peningum. Ýmis önnur aukaverðlaun eru veitt frá bakhjörlum og styrktaraðilum keppninnar en alls nema heildarverðlaun Gulleggsins yfir 3.000.000 króna.

Á hverju ári er leitað til nýútskrifaðra vöruhönnuða úr Listaháskóla Íslands til þess að hanna verðlaunagripinn.

 
 
gulleggið2017.jpg

Gulleggið 2017 - hönnuður SÓLEY ÞRÁINSDÓTTIR

Sóley Þráinsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. 

Egg táknar nýtt líf, nýjar hugmyndir og ný tækifæri sem brjótast út með von um vöxt og þorsta í þekkingu, sköpunargleði, gæfu og auðæfi. Gulleggið er úr íslensku birki og kjarna úr áli sem steyptur var af Málmsteypunni Hellu. Samspil staðbundinna efna, en ólíkra, sem bjóða einmitt upp á mörg tækifæri. Ál er framleitt í stórum stíl hérlendis. Mestur hluti þess er fluttur úr landi sem ein helsta útflutningsvara Íslands og því mikilvægur þáttur fyrir efnhag landsins. Á sama tíma er viðarmenning á Íslandi vanþróuð og er samfélagið nánast alfarið háð innflutningi á við. Með stækkandi skógi fylgja miklir möguleikar. VIð gerð eggsins hafði ég áhuga á að fagna þeirri þekkingu sem til er og þeirri þekkingu sem gæti orðið og velti ég því fyrir mér: hvað eru verðmæti og hvar má finna staðbundið “gull” ? 

 
2017.jpg

Gulleggið 2017 - hönnuður Kristín sigurðardóttir

Kristín Sigurðardóttir útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Gripurinn er unninn í samstarfi við Glit og Kristínu Guðmundsdóttur.

Verðlaunagripurinn er glermót af gulleggi sem sýnir eggið á formi hugmyndar fremur en lokaútkomu. Það sem spilar meginhlutverk í keppninni um Gulleggið er tímabilið frá ómótaðri hugmynd að veruleika. Á sama hátt er gripnum ætlað að endurspegla hönnunarferlið og sýna eggið í mótun frekar en sem ákveðna lokaniðurstöðu. Mótið gefur bæði vísbendingu um hver útkoman verður og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín.

 
2016.jpeg

Gulleggið 2016 - Hönnuðir Auður Inez Sellgren og Elsa Dagný Ásgeirsdóttir 

Auður og Elsa vöruhönnuðir hófu samstarf eftir útskrift í maí 2015 og hafa starfað sjálfstætt síðan þá.

Gulleggið er úr kopar og var unnið í samstarfi við Málmsteypuna Hellu. Kopar hefur verið notaður af mönnum í yfir tugþúsund ár og er fullkomlega endurnýtanlegt efni, þannig að hægt er að líta á verðlaunagripinn í ár sem einskonar gjaldmiðil ef allt fer til fjandans. Í skapandi ferli getur margt farið úrskeiðis en gjarnan leiða mistök til nýrra uppgötvanna. Gripnum er ætlað að minna fólk á að vera opið fyrir breytingum og fagna ófyrirsjáanlegum útkomum.

 
2015.jpg

Gulleggið 2015 - Hönnuður Ágústa Sveinsdóttir

Ágústa Sveinsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og nemur nú gullsmíði ásamt því að vinna sem sjálfstætt starfandi hönnuður.

Gulleggið 2015 er steypt úr steinleir og brennt við háan hita. Steinleir er viðkvæmur efniviður. Innblástur var sóttur í japönsku viðgerðaraðferðina Kintsugi. Það er hið heimspekilega listform að sjá fegurðina í göllunum eða ófullkomleikanum og undirstrika hann. Fyllt er upp í sprungur með gulli.

2014.jpg

Gulleggið 2014 - Hönnuður Elín Bríta

Elín Bríta er fædd árið 1987 og er búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Vorið 2013 útskrifaðist hún með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi hönnuður.

Gulleggið 2014 er samsett úr 17 sexhyrndum einingum sem voru vatnsskornar í CNC tölvufræsara. Verðlaunagripurinn er unninn úr íslensku líparíti, en það þekur um 2% af yfirborði landsins.

 
2013.jpg

Gulleggið 2013 - Hönnuður Steinar Þorri

Steinar Þorri er hafnfirðingur fæddur árið 1989. Hann útskrifaðist 2014 með BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og stefnir á áframhaldandi nám erlendis.

Eggið sem tákn er mjög viðeigandi verðlaunagripur frumkvöðlakeppna sem hvetja til nýsköpunar á hverju ári. Frjósamur hugsunarháttur gefur af sér nýjungar. Gulleggið árið 2013 vísar í mátt hugans og getu til að mynda ótrúlegustu tengingar svo úr verði hugvit. Verðlaunagripurinn er vafinn úr u.þ.b. 50 metrum af vír, þar af um 10 metrar af gylltum vír.

 
2012.jpg

Gulleggið 2012 - Guðný Pálsdóttir

Guðný er fædd árið 1986 og býr í Hlíðunum. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2013 og vinnur í ILVA. Stefnan er tekin á áframhaldandi nám seinna meir innan tölvuleikja- eða kvikmyndaiðnaðarins. 

Verðlaunagripur ársins 2012 er úr hlyn, málaður að ofan með gullmálningu og situr á glærum plexi-bakka. Hugmyndin að baki útliti griparins var að taka mjúka og nátturulega form eggsins og gera það grófara og manngert. Einfalt form er orðið flókið en margslungið og spennandi. 

 
Gulleggid_Logo.png