Taka þátt

 
 
Svavar.jpg

Gulleggið er vettvangur fyrir þá sem langar að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Keppnin er þrískipt; í fyrsta áfanga er stutt lýsing á hugmynd send inn. Næst er fullbúinni viðskiptaáætlun skilað og topp tíu hugmyndirnar valdar. Loks kynna topp tíu þátttakendur sína hugmynd fyrir dómnefnd og keppa um Gulleggið 2017 auk veglegra peningaverðlauna og aukaverðlauna frá bakhjörlum og styrktaraðilum keppninnar.

Á meðan keppninni stendur fá allir þátttakendur rýni og endurgjöf á hugmyndir sínar ásamt þjálfun í gerð viðskiptaáætlunar og uppbyggingu viðskiptahugmynda.

Samstarfsháskólar keppninnar eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands. Nemendur innan þeirra skóla og þeir sem hafa útskrifast þaðan síðustu 5 ár sækja öll námskeiðin frítt.

loftmynd.jpg

Með því að skrá þig án hugmyndar býður þú þeim sem hafa sent inn viðskiptahugmyndir þína aðstoð og gefst þér þannig kostur á að komast inn í teymi og vinna að áhugaverðri viðskiptahugmynd.

Þeir sem skrá sig án hugmyndar fara á lista sem þátttakendur og hafa aðgang að vinnusmiðjunum. Þegar umsóknarfrestur rennur út fá allir skráðir þátttakendur aðgang að skráningarformi þar sem þátttakendur án hugmyndar skrá inn sína sérþekkingu og færni og teymi sem leitast eftir auka teymismeðlim skrá þar inn hvaða sérþekkingu og færni þau eru að leitast eftir í sitt teymi.
 
Í fyrstu vinnusmiðju Gulleggsins munu þau teymi sem vantar starfskraft og leitast eftir því að bæta við teymismeðlim kynna sig stuttlega og þeir aðilar sem hafa áhuga á að koma inn í teymið geta þá leitað til þeirra á vinnusmiðjunni.

 
 
Gulleggid_Logo.png