Algengar spurningar

Hverjir mega taka þátt?

Allir hafa þátttökurétt í Gullegginu. Einstaklingar á öllum aldri, hópur af einstaklingum og starfandi fyrirtæki. Stofnuð fyrirtæki mega taka þátt svo lengi sem styrkir og tekjur þeirra á ársgrundvelli hafa ekki náð 5 milljónum íslenskra króna.

Mögulegt er að skrá sig án hugmyndar í keppnina og fá þannig tækifæri til að verða hluti af teymi sem þegar hefur skráð sig til leiks.

Hvað kostar að taka þátt?

Þátttaka í keppninni er öllum að kostnaðarlausu.

Hvar skrái ég mig á vinnusmiðjur?

Eftir 11. september (skráningarfrest) verða sendir út póstar þar sem þátttakendur geta skráð sig á vinnusmiðjur.

Keppendur geta valið úr þeim vinnusmiðjum sem í boði verða en þær verða tvær talsins. Keppendur eru hvattir til að sækja námskeiðin því þar er hægt að sækja þekkingu sem nýtist vel við stofnun fyrirtækja sem og aðstoð við kynningar og gerð einblöðunga sem þáttakendur verða dæmdir eftir. 

Hversu langur má textinn vera sem útskýrir viðskiptahugmyndina?

Fyrir 11. september má senda örstuttan texta / myndband / glærur / ljósmynd þar sem fram kemur hvað viðskiptahugmyndin er um.

Ath: ekki er gefin sérstök einkunn fyrir þau ágrip eða hugmyndir sem eru send inn, einungis þær viðskiptaáætlanir sem skilað verður síðar í ferlinu. 

Er viðskiptahugmyndin mín örugg í ykkar höndum?

Já. Farið er með allar umsóknir sem berast í keppnina sem trúnaðarupplýsingar. Allir sem koma að því að lesa yfir viðskiptahugmyndir skrifa undir trúnaðarsamning og er hvorki heimilt að gefa upplýsingar frá þátttakendum til þriðja aðila né að nýta sér það sem fram kemur hjá þeim til eigin ávinnings.

Eins er vert að nefna að Gulleggið mun ekki eiga neitt tilkall til hugmynda sem skráðar eru í keppnina og ekki eignast hlut í þeim fyrirtækjum sem stofnuð verða í kjölfarið.

Tungumál keppninnar?

Tungumál keppninnar og námskeiða er íslenska, en heimilt er að senda inn á ensku. 

Fleiri spurningar?

Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið gulleggid@icelandicstartups.is

 
Gulleggid_Logo.png