Klúðurkvöld Gulleggsins í fyrsta sinn

Fyrsta klúðurkvöld Gulleggsins var haldið í stúdentakjallaranum laugardaginn 22. september. Þrír íslenskir frumkvöðlar stigu á stokk og sögðu hressandi sögur af alls kyns klúðrum. Auk þess fengu áhorfendur tækifæri til að spyrja þau spjörunum úr um allt milli frumkvöðuls og jarðar! Frumkvöðlarnir sem stigu á stokk voru Diðrik Steinsson, stofnandi Porcelain Fortress, Ellen Ragnars stofnandi Myshopover og Eva Rún Michelsen stofnandi Michelsen Konfekt.Icelandic Startups